Hafa áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 12:34 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Þeir sem lögregla hefur rætt við í tengslum við rannsókn á andláti manns í Kópavogi um helgina hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, að sögn yfirlögregluþjóns. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fleiri hafa ekki verið handteknir. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést, íslenskan karlmann fæddan árið 1990. Tilkynnt var um málið að morgni föstudagsins langa en þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra. Þrír Rúmenar voru handteknir á laugardag en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans í morgun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi alltaf verið rannsakað með tilliti til þess að einhver hafi átt hlut að andláti mannsins. Lögregla telji að svo sé. Verið sé að skoða hvort, og þá hvernig, maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í andlátinu. Margeir vill ekki staðfesta hvort maðurinn sé grunaður um að hafa ekið bílnum sem grunur er á að hafi verið notaður. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins um helgina að lögregla rannsaki nú hvort einhver hafi orðið vitni að atvikinu. „Já, við höfum verið að ræða við fólk,“ segir Margeir, inntur eftir því hvort rætt hafi verið við vitni. Einnig sé verið að skoða hvort til séu upptökur af atvikinu úr örygismyndavélum. Inntur eftir því hvort sá sem er í gæsluvarðhaldi eigi að baki sakaferil kveðst Margeir ekki ætla að tíunda neitt um það. „Þeir sem við höfum rætt við hafa komið við sögu hjá lögreglu,“ segir hann. Þá séu þeir sem handteknir hafa verið á aldur við hinn látna, um þrítugt. Kópavogur Lögreglumál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést, íslenskan karlmann fæddan árið 1990. Tilkynnt var um málið að morgni föstudagsins langa en þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra. Þrír Rúmenar voru handteknir á laugardag en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans í morgun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi alltaf verið rannsakað með tilliti til þess að einhver hafi átt hlut að andláti mannsins. Lögregla telji að svo sé. Verið sé að skoða hvort, og þá hvernig, maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í andlátinu. Margeir vill ekki staðfesta hvort maðurinn sé grunaður um að hafa ekið bílnum sem grunur er á að hafi verið notaður. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins um helgina að lögregla rannsaki nú hvort einhver hafi orðið vitni að atvikinu. „Já, við höfum verið að ræða við fólk,“ segir Margeir, inntur eftir því hvort rætt hafi verið við vitni. Einnig sé verið að skoða hvort til séu upptökur af atvikinu úr örygismyndavélum. Inntur eftir því hvort sá sem er í gæsluvarðhaldi eigi að baki sakaferil kveðst Margeir ekki ætla að tíunda neitt um það. „Þeir sem við höfum rætt við hafa komið við sögu hjá lögreglu,“ segir hann. Þá séu þeir sem handteknir hafa verið á aldur við hinn látna, um þrítugt.
Kópavogur Lögreglumál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06
Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt. 4. apríl 2021 14:48