Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2021 00:06 Sótt hefur verið að Kim Kielsen að undanförnu. Spennandi kosningar eru framundan á Grænlandi, einkum þegar þær eru settar í stærra samhengi við kapphlaup efnameiri þjóða um ítök á Norðurslóðum. Getty/Matthew Eisman Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. Kosningarnar fara fram í skugga samkeppni stórvelda á borð við Kína, Bandaríkin og Rússland um ítök á Norðurslóðum. Stór fjárfestingaráform eru uppi um verkefni við námugröft á Grænlandi, framkvæmd sem spilað hefur sína rullu í aðdraganda kosninganna. Erlendar stjórfjárfestingar og pólitísk átök Þegar einn stærsti fréttamiðll Grænlands, Sermitsiaq, er opnaður blasir við stærðarinnar auglýsingaborði frá ástralska fyrirtækinu Greenland Minerals Ltd. Fyrirtækið hefur í pípunum Kvanefjeld-námuverkefnið svokallaða, risavaxið fjárfestingarverkefni í námugreftri eftir verðmætum jarðefnum til útflutnings. Fjárfestar á bak við verkefnið eru langt frá því að vera aðeins ástralskir þótt fyrirtækið sé það að nafninu til. Grænlensk stjórnvöld hafa séð von um að stórframkvæmdir á borð við Kvanefjeld-verkefnið geti verið mikilvægur liður í efnahagslegri uppbyggingu þjóðarbúsins en sitt sýnist hverjum. Siumut, flokkur Kielsen forsætisráðherra, hefur stutt verkefnið á meðan einn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Inuit Ataqatigiit, leggst gegn verkefninu. Skoðanakannanir benda til þess að Inuit Ataqatigiit gæti farið með sigur í kosningunum sem gæti haft tilheyrandi afleiðingar fyrir verkefnið. Kvanefjeld-verkefnið auk annarra fyrirhugaðra námuvinnsluverkefna á Suður-Grænlandi, hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Kínverjar hafa verið leiðandi í fjárfestingum hvað varðar slík verkefni og hefur áhugi Kínverja á svæðinu meðal annars vakið ákveðinn ugg dönsku utanríkisþjónustunnar. Innanflokksátök í miðri kosningabaráttu Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í febrúar að boða til kosninga sem fram fara þann 6. apríl, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai í byrjun febrúar sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember. Kielsen fékk tölvupóst á föstudaginn frá forystu flokksins um að gerðar hafi verið breytingar sem hefðu í för með sér að hann myndi ekki taka þátt í sjónvarpskappræðunum þann dag. Ákvörðunin kom Kielsen í opna skjöldu að því er fram kemur í umfjöllun grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq í dag. Kielsen kom af fjöllum „Auðvitað varð ég hissa yfir ákvörðuninni. Ef ég hefði vitað þetta fyrir fram, að ég ætti ekki að taka þátt í kappræðunum, þá hefði ég getað farið til Paamiut með strandskipinu og tekið þátt í kosningafundi þar. Nú fór ég líka á mis við tækifærið til að taka þátt í kosningafundinum í Paamiut,“ segir Kielsen í samtali við Sermitsiaq. Kielsen vísar því þó á bug að klofningur eigi sér stað innan flokksins. Nýr formaður flokksins, Erik Jensen, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en ítrekaði að kosningabaráttan snúist um að hafa betur gegn öðrum flokkum. „Okkar keppinautar eru ekki flokksfélagar okkar. Markmið okkar er að vinna hina flokkana. Ég reyni að vinna kosningarnar á vegum Siumut,“ sagði Jensen við Sermitsiaq. Grænlensku stjórnarnmálaflokkarnir Demokraatit og Samarbejdspartiet tapa fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Forystufólk flokkanna kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af niðurstöðum kannana og halda kosningabaráttu sinni áfram á lokametrunum fyrir kosningar. Grænland Norðurslóðir Fréttaskýringar Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Kosningarnar fara fram í skugga samkeppni stórvelda á borð við Kína, Bandaríkin og Rússland um ítök á Norðurslóðum. Stór fjárfestingaráform eru uppi um verkefni við námugröft á Grænlandi, framkvæmd sem spilað hefur sína rullu í aðdraganda kosninganna. Erlendar stjórfjárfestingar og pólitísk átök Þegar einn stærsti fréttamiðll Grænlands, Sermitsiaq, er opnaður blasir við stærðarinnar auglýsingaborði frá ástralska fyrirtækinu Greenland Minerals Ltd. Fyrirtækið hefur í pípunum Kvanefjeld-námuverkefnið svokallaða, risavaxið fjárfestingarverkefni í námugreftri eftir verðmætum jarðefnum til útflutnings. Fjárfestar á bak við verkefnið eru langt frá því að vera aðeins ástralskir þótt fyrirtækið sé það að nafninu til. Grænlensk stjórnvöld hafa séð von um að stórframkvæmdir á borð við Kvanefjeld-verkefnið geti verið mikilvægur liður í efnahagslegri uppbyggingu þjóðarbúsins en sitt sýnist hverjum. Siumut, flokkur Kielsen forsætisráðherra, hefur stutt verkefnið á meðan einn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Inuit Ataqatigiit, leggst gegn verkefninu. Skoðanakannanir benda til þess að Inuit Ataqatigiit gæti farið með sigur í kosningunum sem gæti haft tilheyrandi afleiðingar fyrir verkefnið. Kvanefjeld-verkefnið auk annarra fyrirhugaðra námuvinnsluverkefna á Suður-Grænlandi, hafa þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Kínverjar hafa verið leiðandi í fjárfestingum hvað varðar slík verkefni og hefur áhugi Kínverja á svæðinu meðal annars vakið ákveðinn ugg dönsku utanríkisþjónustunnar. Innanflokksátök í miðri kosningabaráttu Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í febrúar að boða til kosninga sem fram fara þann 6. apríl, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai í byrjun febrúar sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember. Kielsen fékk tölvupóst á föstudaginn frá forystu flokksins um að gerðar hafi verið breytingar sem hefðu í för með sér að hann myndi ekki taka þátt í sjónvarpskappræðunum þann dag. Ákvörðunin kom Kielsen í opna skjöldu að því er fram kemur í umfjöllun grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq í dag. Kielsen kom af fjöllum „Auðvitað varð ég hissa yfir ákvörðuninni. Ef ég hefði vitað þetta fyrir fram, að ég ætti ekki að taka þátt í kappræðunum, þá hefði ég getað farið til Paamiut með strandskipinu og tekið þátt í kosningafundi þar. Nú fór ég líka á mis við tækifærið til að taka þátt í kosningafundinum í Paamiut,“ segir Kielsen í samtali við Sermitsiaq. Kielsen vísar því þó á bug að klofningur eigi sér stað innan flokksins. Nýr formaður flokksins, Erik Jensen, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en ítrekaði að kosningabaráttan snúist um að hafa betur gegn öðrum flokkum. „Okkar keppinautar eru ekki flokksfélagar okkar. Markmið okkar er að vinna hina flokkana. Ég reyni að vinna kosningarnar á vegum Siumut,“ sagði Jensen við Sermitsiaq. Grænlensku stjórnarnmálaflokkarnir Demokraatit og Samarbejdspartiet tapa fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Forystufólk flokkanna kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af niðurstöðum kannana og halda kosningabaráttu sinni áfram á lokametrunum fyrir kosningar.
Grænland Norðurslóðir Fréttaskýringar Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent