Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:16 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. 165 manns eru nú á hótelinu. Sumir sýna því skilning að þurfa að dvelja þar á meðan aðrir eru ósáttir. Að minnsta kosti einn hefur flúið hótelið. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að eitthvað hafi verið um partýstand en að engin hópamyndun hafi átt sér stað. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira