Vísar ummælum Jóhannesar Þórs til föðurhúsanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 12:28 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafnar því alfarið að sóttvarnayfirvöld séu að grafa undan stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi svokallað litakóðakerfi sem stefnt er á að taka upp á landamærunum þann 1. maí. Kerfið mun meðal annars fela það í sér að þeir sem hingað koma frá grænum eða gulum svæðum samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu munu ekki þurfa að fara í tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Í staðinn þurfa þeir að framvísa neikvæðu PCR-prófi við brottför og fara svo í eina skimun við komuna til landsins. Halda skal sóttkví þar til niðurstaða fæst en reynist hún neikvæð er viðkomandi frjáls ferða sinna. „Það er orðið svolítið sérstakt þegar menn eru farnir að gera það nánast daglega í fjölmiðlum að reyna að grafa undan ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sem eru ekki teknar á einhverjum duttlungum heldur á grunni mjög faglegrar og ítarlegrar skýrslu,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við fréttastofu RÚV í gær en á þriðjudagskvöld sagðist Alma Möller, landlæknir, hafa efasemdir um að taka ætti upp litakóðakerfi á landamærum eins og stefnt er að 1. maí. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og að það sé kannski ekki tímabært að fara að opna þau meira,“ sagði hún meðal annars. Þá gagnrýndi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, stefnu stjórnvalda varðandi litakóðakerfið í Kastljósi í gær og sagði að það væri dálítið eins og stjórnvöld væru í öðrum heimi með þessi áform sín. Þórólfur og Alma voru á upplýsingafundi í dag spurð út í ummæli Jóhannesar Þórs um að sóttvarnayfirvöld væru að grafa undan stefnu stjórnvalda. „Ég held að það sé náttúrulega algjörlega alrangt og bara vísa því til föðurhúsanna að við séum að grafa undan stefnu,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við erum að halda okkur við faglega hluti, faglegar ráðleggingar sem taka mið af stöðu faraldursins og þróuninni sem er í gangi bæði innanlands og erlendis og á landamærum hvað við vitum um bólusetningar og annað slíkt. Það er okkar hlutverk að gera það og við bara erum heiðarleg í því að skýra frá því.“ Þá sagði hann að það sem hann hefði sagt um litakóðakerfið væri að honum þætti ekki tímabært að ræða það. „Því mér ber samkvæmt lögum að koma með faglega ráðgjöf til stjórnvalda sem ég geri þá þegar nær dregur 1.maí. Og ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu þannig að ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði Þórólfur. Alma tók ekki eins djúpt í árinni en ítrekaði þá skoðun sína að áfram yrðu viðhafðar ítrustu varnir á landamærunum. „Sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er á mikilli siglingu víða erlendis. Þessi nýju afbrigði breyta leikreglunum og síðan að við erum ekki komin lengra í bólusetningum. Vissulega erum við langt komin með að bólusetja þá elstu og viðkvæmustu en til dæmis þetta breska afbrigði það smitar yngra fólk líka. Við erum auðvitað öll í sama liðinu, við og ríkisstjórnin, og það er auðvitað bara sameiginlegt markmið að taka skynsamlegar ákvarðanir sem taka tillit til faraldursins í víðu ljósi og ég er viss um að svo verður áfram,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kerfið mun meðal annars fela það í sér að þeir sem hingað koma frá grænum eða gulum svæðum samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu munu ekki þurfa að fara í tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Í staðinn þurfa þeir að framvísa neikvæðu PCR-prófi við brottför og fara svo í eina skimun við komuna til landsins. Halda skal sóttkví þar til niðurstaða fæst en reynist hún neikvæð er viðkomandi frjáls ferða sinna. „Það er orðið svolítið sérstakt þegar menn eru farnir að gera það nánast daglega í fjölmiðlum að reyna að grafa undan ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sem eru ekki teknar á einhverjum duttlungum heldur á grunni mjög faglegrar og ítarlegrar skýrslu,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við fréttastofu RÚV í gær en á þriðjudagskvöld sagðist Alma Möller, landlæknir, hafa efasemdir um að taka ætti upp litakóðakerfi á landamærum eins og stefnt er að 1. maí. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og að það sé kannski ekki tímabært að fara að opna þau meira,“ sagði hún meðal annars. Þá gagnrýndi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, stefnu stjórnvalda varðandi litakóðakerfið í Kastljósi í gær og sagði að það væri dálítið eins og stjórnvöld væru í öðrum heimi með þessi áform sín. Þórólfur og Alma voru á upplýsingafundi í dag spurð út í ummæli Jóhannesar Þórs um að sóttvarnayfirvöld væru að grafa undan stefnu stjórnvalda. „Ég held að það sé náttúrulega algjörlega alrangt og bara vísa því til föðurhúsanna að við séum að grafa undan stefnu,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við erum að halda okkur við faglega hluti, faglegar ráðleggingar sem taka mið af stöðu faraldursins og þróuninni sem er í gangi bæði innanlands og erlendis og á landamærum hvað við vitum um bólusetningar og annað slíkt. Það er okkar hlutverk að gera það og við bara erum heiðarleg í því að skýra frá því.“ Þá sagði hann að það sem hann hefði sagt um litakóðakerfið væri að honum þætti ekki tímabært að ræða það. „Því mér ber samkvæmt lögum að koma með faglega ráðgjöf til stjórnvalda sem ég geri þá þegar nær dregur 1.maí. Og ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu þannig að ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði Þórólfur. Alma tók ekki eins djúpt í árinni en ítrekaði þá skoðun sína að áfram yrðu viðhafðar ítrustu varnir á landamærunum. „Sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er á mikilli siglingu víða erlendis. Þessi nýju afbrigði breyta leikreglunum og síðan að við erum ekki komin lengra í bólusetningum. Vissulega erum við langt komin með að bólusetja þá elstu og viðkvæmustu en til dæmis þetta breska afbrigði það smitar yngra fólk líka. Við erum auðvitað öll í sama liðinu, við og ríkisstjórnin, og það er auðvitað bara sameiginlegt markmið að taka skynsamlegar ákvarðanir sem taka tillit til faraldursins í víðu ljósi og ég er viss um að svo verður áfram,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira