Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2021 08:30 Bílaröð er þegar farin að myndast við Suðurstrandaveg upp úr klukkan níu í morgun. Vegurinn verður opnaður klukkan tíu. Aðsend Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta var ákveðið á nýafstöðnum fundi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun. Í tilkynningu kemur fram að veður á svæðinu sé þeim hætti að strekkingsvindur sé af norðri og flughált á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Fólki er sem hyggst fara að gosstöðvunum í dag, er eindregið ráðlagt að búa sig vel og hafa brodda meðferðis,“ segir í tilkynningunni. Viðbragðsaðilar á leið á staðinn Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar og björgunarsveitarmenn séu nú á leiðinni á staðinn og svo verði opnað fyrir almenna umferð klukkan 10. Hann segir stöðuna vera ágæta. Gengið var með þessa miða í bíla í morgun sem fólk á að fylla út og skilja eftir í framrúðunni.Aðsend „Við tókum í notkun bílastæði milli Ísólfsskála og Festarfjalls í gær og það virkaði mjög vel. Við teljum að við höfum náð milli 600 og 700 bílum inn á það stæði. Svo fylltist það þegar leið á daginn, enda blíðskaparveður og fólk dreif að. Þó ég geti ekki ætla fjölda sem var á gosstöðvinum í gær þá voru það allmargar þúsundir. Svo fylltust þessi stæði og þá lokuðum við Suðurstrandarvegi og stýrðum umferðinni eftir því sem losnaði á svæðinu. Við töldum inn og út eins og þeir gera í Covid-ástandinu í verslunum. Sama fyrirkomulag, og það gekk býsna vel.“ Gunnar segir að á fundi í morgun hafi verið ákveðið að opna aftur klukkan 10. Hann segir flughált vera á þeim tveimur gönguleiðum sem hefur verið notast við. „Sérstaklega í brekkunum. Að mínu viti er hreint broddafærði þrátt fyrir kaðla sem fólk getur notað til handstyrkingar. Þeir sem halda þarna uppeftir ættu að setja brodda í bakpokann og búa sig undir hálku upp brekkuna. Síðan er norðanstrekkingur þarna í dag, hryssingslegt og frekar óspennandi. En það ætti ekki að hindra vel útbúnu fólki að halda á staðinn,“ segir Gunnar. Heldur sínu striki Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í morgun að gosið í Geldingadölum hafi haldið sínu striki og litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga.Vísir/Vilhelm Gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar sem mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55 Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29. mars 2021 06:55
Einn slasaður við gosstöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjórhjóli Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli. 28. mars 2021 22:10