Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. mars 2021 14:01 Reynir Þór og Fanney hæstánægð með verðlaunin, sem þau fengu í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands enda mega þau vera það með sinn frábæra árangur á Hurðarbaksbúinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira