Sveigjanleiki „siðferðileg skylda atvinnulífsins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 14:58 Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. Vísir/Vilhelm UNICEF og Kennarasamband Íslands eru meðal þeirra sem hafa hvatt vinnuveitendur til að sýna ástandinu sem nú er komið upp í samfélaginu skilning og veita starfsmönnum sínum sveigjanleika til að sinna heimili og störfum. Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira