Auðlindaarð heim í hérað! Gunnar Tryggvason skrifar 25. mars 2021 08:00 Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar