Taka verður hröð og stór skref Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2021 20:00 Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fréttir af flugi Múlaþing Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar