Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Kolbeinn Tumi Daðason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 10:51 Daniel hefur verið í sjö ár á Íslandi og segist vera orðinn nokkuð vanur fjallamennsku. Vísir/Egill Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. „Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira