Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 08:38 Svæðinu við gosið í Geldingadal hefur verið lokað vegna gasmengunar. Þá er veður einnig mjög slæmt á svæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira