Breskir sérfræðingar segja hefðbundið ferðasumar ólíklegt og óráðlegt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:07 Spítalainnlögnum og dauðsföllum hefur fækkað verulega eftir að bólusetningarátak Breta fór af stað en sérfræðingar óttast ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Andy Rain Einn ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar segir afar ólíklegt að sólarlandaferðir séu í kortunum hjá Bretum í sumar, vegna hættunnar á því að fólk snúi heim með nýtt afbirgði SARS-CoV-2 í farteskinu. Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Að sögn Mike Tildesley stafar þjóðinni veruleg hætta af ferðalögum erlendis. Óþarfa utanlandsferðir eru bannaðar í Bretlandi eins og er og þeir sem ferðast utan landsteinanna þurfa að sæta einangrun þegar þeir snúa til baka. Samgöngumálaráðherrann Grant Schapps segir of snemmt að segja til um hvenær „óþarfa“ ferðalög verða leyfð á ný en samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda gæti það í fyrsta lagi orðið 17. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallar um málið á að skila tillögum til forsætisráðherra 12. apríl. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði í dag að helmingur allra fullorðinna Breta hefði nú verið bólusettur gegn Covid-19. Þá fékk metfjöldi sprautuna í gær, sagði hann. Tildesley sagði í samtali við BBC Radio 4 að ólíklegt væri að Bretar gætu skipulagt hefðbundin sumarfrí erlendis í ár. Jafnvel þótt fólk byrjaði ekki að ferðast fyrr en í júlí eða ágúst, væri veruleg hætta á því að það flytti heim ný og mögulega meira smitandi og alvarleg afbrigði. Sagði hann bólusetningarherferð stjórnvalda stafa ógn af þessum nýju afbrigðum. Sagði hann að til framtíðar þyrfti að skoða hvernig bólusetningar yrðu lagaðar að nýjum afbrigðum en hann sagði best að fresta þeim tímapunkti eins lengi og unnt væri. Andrew Hayward, sem situr í aðgerðastjórninni SAGE, sagðist ekki telja að stjórnvöld myndu hvetja til ferðalaga þar sem svokallað suðurafríska afbrigði væri í sókn í sumum Evrópuríkjum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira