Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. mars 2021 12:00 Frá slysstað. Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra. Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal
Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20
Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29