Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2021 19:01 Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu. Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur. Seltjarnarnes Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur.
Seltjarnarnes Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira