Vanþekking á málefninu eða einbeittur brotavilji Sif Huld Albertsdóttir skrifar 18. mars 2021 08:02 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar