Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 22:55 John Magufuli var tók við sem forseti Tansaníu árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra. Epa/DANIEL IRUNGU John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum. Tansanía Andlát Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum.
Tansanía Andlát Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira