Watford upp í annað sætið eftir stórsigur á meðan Brentford missteig sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 21:17 Leikmenn Watford fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Richard Sellers/Getty Images Það voru sviptingar í toppbaráttunni í ensku B-deildinni í kvöld. Brenford henti frá sér tveggja marka forystu gegn Derby County og Watford komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 4-1 útisigur á Rotherham. Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Efstu tvö lið ensku B-deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á meðan liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil. Norwich City tróna á toppi deildarinnar en Watford, Swansea City og Brentford heyja hatramma baráttu um annað sætið og þar með farseðil í deild þeirra bestu. Brentford brjaði leikinn gegn Derby County vel en Ivan Toney kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Sergi Canos forystu gestanna og þeir í góðum málum. Lee Gregory og Louie Sibley jöfnuðu metin fyrir lærisveina Wayne Rooney í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 á Pride Park. Úrslit sem gera rosalega lítið fyrir Brentford en liðið er nú í 4. sæti með 67 stig. Watford stökk upp í 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri gegn Rotherham. Þar situr liðið með 72 stig. Sigurinn var aldrei í hættu en staðan var 3-0 í hálfleik. Heimamenn klúðruðu víti áður en þeir minnkuðu muninn í 3-1. Gestirnir bættu þó við fjórða markinu strax í næstu sókn, staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur. Your Boys #ROTWAT pic.twitter.com/Ha1WSIrO3j— Watford Football Club (@WatfordFC) March 16, 2021 Leikur Bournemouth og Swansea City er nú í gangi. Staðan er 2-0 fyrir Bournemouth sem þarf á sigri að halda til að eygja von á að komast í umspilið. Swansea myndi með sigri jafna Watford að stigum ásamt því að eiga leik til góða. Önnur úrslit Cardiff City 0-0 Stoke City Luton Town 2-0 Coventry City Middlesbrough 2-0 Preston North End Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira