Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 20:45 Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Daníel Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna eftir 20 ára feril. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni rétt í þessu. Í pistlinum – sem má lesa hér að neðan – fer Hólmfríður yfir feril sinn frá upphafi en hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún hóf að leika með meistaraflokki KR. Hún lék einnig með ÍBV, Selfossi og Val hér á landi. Á ferli sínum hér á landi lék Hólmfríður als 186 leiki í deild, bikar og Evrópu. Alla deildarleiki sína lék hún í efstu deild og þá skoraði hún 134 mörk. Hólmfríður lék erlendis sem atvinnumaður til fjölda ára. Hún lék með Avaldsnes [Noregi], Fjortuna Hjörring [Danmörku], Kristianstads [Svíþjóð] og Philadelphia Independence [Bandaríkin]. Þá lék hún einnig 113 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk. Þá lék hún 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim fimm mörk. Hólmfríður var hluti af íslenska liðinu sem fór á EM 2009, 2013 og 2017. Skoraði hún fyrsta mark Íslands á stórmóti er hún kom íslenska liðinu 1-0 yfir í leik gegn Frakklandi á EM í Finnlandi 2009. Það fór þó svo að Ísland tapaði 3-1. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið en Hólmfríður. Alls hefur Margrét Lára skorað 79 mörk og ljóst að það er langt í að einhver slær það met. Hér að neðan má sjá pistil Hólmfríðar þar sem hún hrósar Olgu Færseth sérstaklega og segir Olgu hafa gengið henni í móðurhlutverk innanvallar á hennar fyrstu árum á vellinum. „Héðan í frá spila ég leikinn úr stúkunni og held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa,“ segir að endingu í pistli Hólmfríðar. Skórnir á hilluna Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, March 16, 2021 Fótbolti Íslenski boltinn Árborg Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Í pistlinum – sem má lesa hér að neðan – fer Hólmfríður yfir feril sinn frá upphafi en hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún hóf að leika með meistaraflokki KR. Hún lék einnig með ÍBV, Selfossi og Val hér á landi. Á ferli sínum hér á landi lék Hólmfríður als 186 leiki í deild, bikar og Evrópu. Alla deildarleiki sína lék hún í efstu deild og þá skoraði hún 134 mörk. Hólmfríður lék erlendis sem atvinnumaður til fjölda ára. Hún lék með Avaldsnes [Noregi], Fjortuna Hjörring [Danmörku], Kristianstads [Svíþjóð] og Philadelphia Independence [Bandaríkin]. Þá lék hún einnig 113 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk. Þá lék hún 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim fimm mörk. Hólmfríður var hluti af íslenska liðinu sem fór á EM 2009, 2013 og 2017. Skoraði hún fyrsta mark Íslands á stórmóti er hún kom íslenska liðinu 1-0 yfir í leik gegn Frakklandi á EM í Finnlandi 2009. Það fór þó svo að Ísland tapaði 3-1. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið en Hólmfríður. Alls hefur Margrét Lára skorað 79 mörk og ljóst að það er langt í að einhver slær það met. Hér að neðan má sjá pistil Hólmfríðar þar sem hún hrósar Olgu Færseth sérstaklega og segir Olgu hafa gengið henni í móðurhlutverk innanvallar á hennar fyrstu árum á vellinum. „Héðan í frá spila ég leikinn úr stúkunni og held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa,“ segir að endingu í pistli Hólmfríðar. Skórnir á hilluna Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, March 16, 2021
Fótbolti Íslenski boltinn Árborg Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira