Fá feður að taka þátt? Ottó Sverrisson skrifar 16. mars 2021 14:01 Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á “feðraveldið” eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn og sálarfræðum er svo tamt að gera þá gæti það kanski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum. Síðustu hálfa öldina eða svo hefur helmingur sambanda og hjónabanda endað með skilnaði og þar til fyrir nokkrum árum þá fengu mæður forsjá barna við slíkar aðstæður. Var nokkuð ljóst að þegar úrskurðaraðilar forsjár eru fjórar konur sem störfuðu við þessa iðju hjá sýslumannsembættinu að eitthvað myndi halla á karlmenn og börn þeirra. Eini möguleiki þeirra forsjárlausu var að kæra úrskurð þessara hressu fjögra kvenna sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Ég veit að það sjokkerar þá sem berjast fyrir jafnrétti því þar störfuðu þrjár konur sem fóru yfir úrskurð hinna fjögurra sem oftar en ekki endaði á sama veg og áður var búið að úrskurða (hægt var að höfða forsjármál fyrir dómstólum eftir það). Þetta endaði með því að í 94% tilvika endaði forsjá hjá móður og tíðkaðist síðan að feður fengu að umgangast börn sín 4-5 daga í mánuði. Aðeins hefur þetta lagast eftir að þetta vald fluttist til dómstóla (síðustu 4-5 ár) og er hlutfallið núna að ég held um 87% þar sem lögheimili barns endar hjá móður. Því miður er umgengni enn að skornum skammti og hafa því forsjárlausir / lögheimilslausir foreldrar ákaflega takmarkaða umgengni við börn sín. Spurning hvort hér sé smá angi sem kannski mætti kalla “mæðraveldi” því fyrir utan þessar gríðarlegu viðveru með mæðrum sínum ( mæður frábærar, en það eru feður líka ) og að 95% leikskólastarfsmanna skuli vera konur og svipað hlutfall grunnskólakennara líka þá finnst mér pottur brotinn. Þegar ég heyri ásakanir um að karlmenn séu að ala drengi upp í kvenhatri/kvenfyrirlitningu með meiru þá ætti fólk að staldra við því slíkt á sannarlega ekki við rök að styðjast að mínu áliti. Þúsundir drengja eru í kvennafaðmi heima hjá sér, í leikskóla og svo skóla og sjá mjög sjaldan þann sem ætti að vera þeim fyrirmynd á karlmennsku. Ættu ekki allir foreldrar að líta í eigin barm, vera smá gagnrýnir á sjálfan sig og spyrja hvort þeir séu hluti af vandamálinu eða lausninni ? Er ekki máltæki sem segir að stundum sé hægt að fá of mikið af því góða? Til að stíga góðan uppeldisdans þarf tvo til og er ég þeirrar skoðunar að best sé fyrir börnin okkar að hafa föður og móðir sem þau geti umgengist í svipuðu hlutfalli og fengið mismunandi sýn á lífið? Líka eru til eru sambönd/hjónabönd milli sama kyns sem hafa staðið hafa sig frábærlega í uppeldi barna, gott mál. Kom flott hugmynd á dögunum að báðir foreldrar gætu haft lögheimili barna sinna eftir skilnað og væri jafn réttháir gagnvart ákvarðanatöku fyrir hönd barna og upplýsingaöflun. Með slíkri löggjöf yrði fráskildir foreldrar rólegri varðandi rétt sinn og ekki möguleiki fyrir annan aðilann að ganga fram í eigin frekju og yfirgangi. Eitthvað bakslag hefur hlaupið í okkar ágæta dómsmálaráðráðherra sem vildi frekar setja einbeitingu sína í að opna kvennaathvarf á Akureyri en hlúa að þessari löggjöf, gott og vel, vonum það besta. Verð að viðurkenna, maður eiginlega finnur til að eiga þrjú börn en vera skráður 1+0+0 á skattaskýrslu þegar maður í raun ætti að vera 1+0+3, hér er eitthvað mikið að.Einnig er ömurlegt að upplifa þegar þú vilt skoða eitthvað sem við kemur eigin barni hjá lækni eða skóla þá komi....sorry, þetta eru trúnaðarupplýsingar, get bara gefið foreldrinu sem er með lögheimilið barnsins þessar upplýsingar. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölskyldumál Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á “feðraveldið” eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn og sálarfræðum er svo tamt að gera þá gæti það kanski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum. Síðustu hálfa öldina eða svo hefur helmingur sambanda og hjónabanda endað með skilnaði og þar til fyrir nokkrum árum þá fengu mæður forsjá barna við slíkar aðstæður. Var nokkuð ljóst að þegar úrskurðaraðilar forsjár eru fjórar konur sem störfuðu við þessa iðju hjá sýslumannsembættinu að eitthvað myndi halla á karlmenn og börn þeirra. Eini möguleiki þeirra forsjárlausu var að kæra úrskurð þessara hressu fjögra kvenna sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Ég veit að það sjokkerar þá sem berjast fyrir jafnrétti því þar störfuðu þrjár konur sem fóru yfir úrskurð hinna fjögurra sem oftar en ekki endaði á sama veg og áður var búið að úrskurða (hægt var að höfða forsjármál fyrir dómstólum eftir það). Þetta endaði með því að í 94% tilvika endaði forsjá hjá móður og tíðkaðist síðan að feður fengu að umgangast börn sín 4-5 daga í mánuði. Aðeins hefur þetta lagast eftir að þetta vald fluttist til dómstóla (síðustu 4-5 ár) og er hlutfallið núna að ég held um 87% þar sem lögheimili barns endar hjá móður. Því miður er umgengni enn að skornum skammti og hafa því forsjárlausir / lögheimilslausir foreldrar ákaflega takmarkaða umgengni við börn sín. Spurning hvort hér sé smá angi sem kannski mætti kalla “mæðraveldi” því fyrir utan þessar gríðarlegu viðveru með mæðrum sínum ( mæður frábærar, en það eru feður líka ) og að 95% leikskólastarfsmanna skuli vera konur og svipað hlutfall grunnskólakennara líka þá finnst mér pottur brotinn. Þegar ég heyri ásakanir um að karlmenn séu að ala drengi upp í kvenhatri/kvenfyrirlitningu með meiru þá ætti fólk að staldra við því slíkt á sannarlega ekki við rök að styðjast að mínu áliti. Þúsundir drengja eru í kvennafaðmi heima hjá sér, í leikskóla og svo skóla og sjá mjög sjaldan þann sem ætti að vera þeim fyrirmynd á karlmennsku. Ættu ekki allir foreldrar að líta í eigin barm, vera smá gagnrýnir á sjálfan sig og spyrja hvort þeir séu hluti af vandamálinu eða lausninni ? Er ekki máltæki sem segir að stundum sé hægt að fá of mikið af því góða? Til að stíga góðan uppeldisdans þarf tvo til og er ég þeirrar skoðunar að best sé fyrir börnin okkar að hafa föður og móðir sem þau geti umgengist í svipuðu hlutfalli og fengið mismunandi sýn á lífið? Líka eru til eru sambönd/hjónabönd milli sama kyns sem hafa staðið hafa sig frábærlega í uppeldi barna, gott mál. Kom flott hugmynd á dögunum að báðir foreldrar gætu haft lögheimili barna sinna eftir skilnað og væri jafn réttháir gagnvart ákvarðanatöku fyrir hönd barna og upplýsingaöflun. Með slíkri löggjöf yrði fráskildir foreldrar rólegri varðandi rétt sinn og ekki möguleiki fyrir annan aðilann að ganga fram í eigin frekju og yfirgangi. Eitthvað bakslag hefur hlaupið í okkar ágæta dómsmálaráðráðherra sem vildi frekar setja einbeitingu sína í að opna kvennaathvarf á Akureyri en hlúa að þessari löggjöf, gott og vel, vonum það besta. Verð að viðurkenna, maður eiginlega finnur til að eiga þrjú börn en vera skráður 1+0+0 á skattaskýrslu þegar maður í raun ætti að vera 1+0+3, hér er eitthvað mikið að.Einnig er ömurlegt að upplifa þegar þú vilt skoða eitthvað sem við kemur eigin barni hjá lækni eða skóla þá komi....sorry, þetta eru trúnaðarupplýsingar, get bara gefið foreldrinu sem er með lögheimilið barnsins þessar upplýsingar. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi og þriggja barna faðir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun