Man United án fjölda lykilmanna um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 08:01 Þessir tveir eru meðal þeirra átta leikmanna Man United sem eru á meiðslalistanum. Clive Brunskill/Getty Images Ole Gunnar Solskjær hefur ekki úr mörgum mönnum að velja fyrir leik lærisveina sinna gegn West Ham United á sunnudag. Anthony Martial meiddist í jafnteflinu gegn AC Milan í Evrópudeildinni og fyrir voru fjölmargir lykilmenn frá vegna meiðsla. Framlína Manchester United er vægast sagt þunnskipuð fyrir leik helgarinnar. Edinson Cavani er ekki leikfær, sömu sögu er að segja af Marcus Rashford og þá meiddist Martial í vikunni og verður ekki með um helgina. Það er því ljóst að Amad Diallo gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Man Utd tekur á móti West Ham á Old Trafford. Amad eins og hann er kallaður kom inn fyrir Martial gegn Milan og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eins og staðan er í dag eru hann, Mason Greenwood og Daniel James einu leikfæru leikmenn liðsins í fremstu línu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Solskjær gerir en ásamt því að vera án sinna fremstu leikmanna þá er Paul Pogba enn frá vegna meiðsla. David De Gea er svo í sóttkví eftir að hafa farið til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Solskjær sagði á blaðamannafundi í dag að hann viti ekki hvenær De Gea er laus úr sóttkvíinni. Það er því ljóst að Dean Henderson fær tækifæri í markinu gegn lærisveinum David Moys. Ásamt öllum þessum þá eru þeir Donny van de Beek, Juan Mata og Phil Jones einnig frá vegna meiðsla. Sá síðastnefndi mun eflaust ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36 Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50 Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01 Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Framlína Manchester United er vægast sagt þunnskipuð fyrir leik helgarinnar. Edinson Cavani er ekki leikfær, sömu sögu er að segja af Marcus Rashford og þá meiddist Martial í vikunni og verður ekki með um helgina. Það er því ljóst að Amad Diallo gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Man Utd tekur á móti West Ham á Old Trafford. Amad eins og hann er kallaður kom inn fyrir Martial gegn Milan og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eins og staðan er í dag eru hann, Mason Greenwood og Daniel James einu leikfæru leikmenn liðsins í fremstu línu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Solskjær gerir en ásamt því að vera án sinna fremstu leikmanna þá er Paul Pogba enn frá vegna meiðsla. David De Gea er svo í sóttkví eftir að hafa farið til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Solskjær sagði á blaðamannafundi í dag að hann viti ekki hvenær De Gea er laus úr sóttkvíinni. Það er því ljóst að Dean Henderson fær tækifæri í markinu gegn lærisveinum David Moys. Ásamt öllum þessum þá eru þeir Donny van de Beek, Juan Mata og Phil Jones einnig frá vegna meiðsla. Sá síðastnefndi mun eflaust ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36 Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50 Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01 Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36
Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50
Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01
Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01