Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 10. mars 2021 23:32 Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kosningar eru hafnar í stjórnar- og formannskjöri VR. Mig langar í því sambandi að þakka félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi kosningabarátta út af öllum þeim góðu símtölum sem ég hef átt við félagsmenn. Framboð mitt stendur fyrir skýra sýn á VR. VR er stórt og öflugt félag vegna þess að það spannar mikla breidd í launum og menntun félagsmanna. Þessum árangri hefur VR náð vegna þess að áhersla hefur verið lögð á góða og breiða þjónustu við félagsmenn. VR getur gert svo miklu betur Ég sé mörg áhugaverð sóknarfæri til að gera betur í þjónustu við félagsmenn. Ég tel að við eigum vannýtt sóknarfæri í kjarabaráttunni, hjá millitekjufólki, ekki hvað síst lægri millitekjuhópum félagsins, sem hafa mátt þola hlutfallslega mestu kaupmáttarskerðinguna í samanburði við þróun lægstu launa. Þá tel ég brýnt að rétta við markaðslaunakerfi VR, sem hefur verið helsta sérstaða félagsins og lykillinn að jákvæðri launaþróun innan VR. Ég hef einnig verið að ræða mikið við félagsmenn um varasjóðinn okkar. Hann er augljóslega ekki að nýtast stórum hluta félagsmanna nógu vel. Hér er því að mínu mati augljóst sóknarfæri til að gera betur, s.s. með endurgreiðslum vegna kostnaðar við gleraugu og sálfræðiþjónustu, svo að dæmi séu tekin. Við þurfum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, sterkari sjúkrasjóði – sem kominn er úr 9 mánuðum í 7 mánaða rétt, orlofsmálum og sumarbústöðum. Sóknarfærin til að gera betur eru mörg og brýn. Framtíðin er núna Við þurfum að einhenda okkur af fullum þunga í þróunarstarf vegna 4. iðnbyltingarinnar, en staðreyndin er sú að verulegar breytingar eru framundan á vinnumarkaðnum okkar í samsetningu og framboði starfa, ekki hvað síst störfum VR félaga. Þá munu aðgerðir vegna loftslagsbreytinga mjög líklega ýkja þessi áhrif, þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum í breiðu samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kjaramálin í loftslagsmálum eru einnig vaxandi áhyggjuefni, en nauðsynlegum aðgerðum fylgir kostnaður sem má ekki falla eingöngu á launafólk. Umskiptin sem eru framundan verða að fara fram með réttlátum hætti og af virðingu við launafólk. Áhyggjuefnin eru mörg fleiri og ljóst er að við verðum að standa fast á okkar næstu misserin, á meðan við erum að ná okkur upp úr COVID kreppunni. Þess vegna þurfum við stórt og öflugt VR. Þess vegna þurfum við stéttarfélag sem vinnur fyrir þig. Mundu að kjósa! Mig langar mig að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í VR kosningunum 8. til 12. mars. Tveir skýrir valkostir eru í boði til formanns. Það er því um að gera að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa. Ég væri afar þakklát fyrir stuðning félagsmanna. Áfram VR! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar