Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 16:28 Veitingastaðurinn Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu. Aðsend/Samsett Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur