Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 11:30 Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar