Aldrei meira að gera á íbúðamarkaði og aldrei minna framboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:05 Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði en í janúar síðastliðnum sé litið til útgefinna kaupsamninga. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði hér á landi en í janúar síðastliðnum og á sama tíma hefur framboð á íbúðum aldrei mælst minna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn sem birt er í dag. Í skýrslunni kemur fram að ef fjöldi útgefinna kaupsamninga sé skoðaður eftir mánuði hvers árs megi sjá að aldrei hafi verið jafn mikið að gera á íbúðamarkaði og í janúarmánuði. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins var metið bætt um 28% og annars staðar á landsbyggðinni var það bætt um tæp 10%,“ segir í skýrslunni. Þá hefur dregið hratt úr framboði á markaðnum. Í skýrslunni kemur fram að mun fleiri íbúðir hafi verið seldar en hafi verið settar á sölu frá því í byrjun síðasta sumars. Því hafi dregið nokkuð skarpt úr framboði, það er fjölda íbúða til sölu. Þá hefur framboðið aldrei verið eins lítið af íbúðum til sölu: „Nú í byrjun mars voru um 2.200 íbúðir til sölu þegar tekið hefur verið tillit til tvítalninga en í lok maí 2020 fór framboðið hæst í nær 4.000 íbúðir. Mesta minnkun framboðs hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem það fór úr rúmlega 2.200 í um 940 íbúðir, en það hefur aldrei mælst minna eins langt og gögn hagdeildar ná. Frá 1. febrúar hefur framboðið á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um nær 13%. Einnig hefur dregið verulega úr framboði annars staðar á landinu, þótt samdrátturinn þar sé minni en á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að framboðið hefur dregist sérstaklega mikið saman á nýjum íbúðum en á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 74% færri slíkar íbúðir til sölu en voru í lok maí. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur þeim fækkað um 55%. Öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar farið fjölgandi það sem af er ári,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn sem birt er í dag. Í skýrslunni kemur fram að ef fjöldi útgefinna kaupsamninga sé skoðaður eftir mánuði hvers árs megi sjá að aldrei hafi verið jafn mikið að gera á íbúðamarkaði og í janúarmánuði. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins var metið bætt um 28% og annars staðar á landsbyggðinni var það bætt um tæp 10%,“ segir í skýrslunni. Þá hefur dregið hratt úr framboði á markaðnum. Í skýrslunni kemur fram að mun fleiri íbúðir hafi verið seldar en hafi verið settar á sölu frá því í byrjun síðasta sumars. Því hafi dregið nokkuð skarpt úr framboði, það er fjölda íbúða til sölu. Þá hefur framboðið aldrei verið eins lítið af íbúðum til sölu: „Nú í byrjun mars voru um 2.200 íbúðir til sölu þegar tekið hefur verið tillit til tvítalninga en í lok maí 2020 fór framboðið hæst í nær 4.000 íbúðir. Mesta minnkun framboðs hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem það fór úr rúmlega 2.200 í um 940 íbúðir, en það hefur aldrei mælst minna eins langt og gögn hagdeildar ná. Frá 1. febrúar hefur framboðið á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um nær 13%. Einnig hefur dregið verulega úr framboði annars staðar á landinu, þótt samdrátturinn þar sé minni en á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að framboðið hefur dregist sérstaklega mikið saman á nýjum íbúðum en á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 74% færri slíkar íbúðir til sölu en voru í lok maí. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur þeim fækkað um 55%. Öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar farið fjölgandi það sem af er ári,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur