Leita að nýra fyrir Glóð: „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 22:21 Glóð Jónsdóttir er nítján ára og glímir við mikla nýrnabilun og skert lífsgæði þess vegna. Hér má sjá myndir af henni auk myndar af henni, Selmu móður hennar og barnabarni Selmu. „Ég spurði lækninn hvað fólk gerði. Hvort það væri jafnvel að auglýsa eftir nýra á Facebook og hann sagði já. Fólk gerir það, þannig að við ákváðum að prufa,“ segir Selma Dan Stefánsdóttir, sem í kvöld birti færslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir nýra fyrir dóttur sína, Glóð. Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira