Við skulum ekki skjóta okkur í fótinn Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 9. mars 2021 08:01 Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun