Drögum línu í sandinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. mars 2021 09:30 Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun