Sjáðu MAX-inn fljúga í fyrsta sinn eftir tveggja ára kyrrsetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2021 21:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um borð í MAX 737-flugvélinni í dag. Skjáskot/Stöð 2 Boeing 737 Max-flugvél Icelandair var flogið í fyrsta sinn í dag eftir tveggja ára kyrrsetningu. Vélinni var lent í Reykjavík klukkan tíu í morgun. Klukkustund síðar var svo lagt af stað á ný en þó ekki í hefðbundið áætlunarflug heldur í rúmlega klukkustundar útsýnisflug. Um borð var forstjóri félagsins ásamt öðru starfsfólki Icelandair. „Þetta er mikill gleðidagur. Þetta er lokaundirbúningsflugið okkar áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið og fyrsta farþegaflugið verður á mánudaginn,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Sindra Sindrason um borð í Max-vélinni í dag. Fyrsta flugið verður til Kaupmannahafnar. „Og að sjálfsögðu til baka,“ bætir Bogi við. Bogi segir að 737 Max sé „gríðarlega hagkvæm“ flugvél og muni skapa ný tækifæri í leiðarkerfinu. Þá hafi flugvélarnar staðist ströngustu öryggiskröfur. „Þessar vélar eru hugsaðar bæði til Evrópu og Norður-Ameríku en á fjarlægari staði í Ameríku, á vesturströnd Bandaríkjanna, þurfum við vélar sem hafa meiri drægni.“ Tvær flugvélar af gerðinni MAX-737 hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. Alls fórust 346 í slysunum tveimur. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna. Þær voru kyrrsettar á meðan gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun þeirra. Boeing Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Klukkustund síðar var svo lagt af stað á ný en þó ekki í hefðbundið áætlunarflug heldur í rúmlega klukkustundar útsýnisflug. Um borð var forstjóri félagsins ásamt öðru starfsfólki Icelandair. „Þetta er mikill gleðidagur. Þetta er lokaundirbúningsflugið okkar áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið og fyrsta farþegaflugið verður á mánudaginn,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Sindra Sindrason um borð í Max-vélinni í dag. Fyrsta flugið verður til Kaupmannahafnar. „Og að sjálfsögðu til baka,“ bætir Bogi við. Bogi segir að 737 Max sé „gríðarlega hagkvæm“ flugvél og muni skapa ný tækifæri í leiðarkerfinu. Þá hafi flugvélarnar staðist ströngustu öryggiskröfur. „Þessar vélar eru hugsaðar bæði til Evrópu og Norður-Ameríku en á fjarlægari staði í Ameríku, á vesturströnd Bandaríkjanna, þurfum við vélar sem hafa meiri drægni.“ Tvær flugvélar af gerðinni MAX-737 hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. Alls fórust 346 í slysunum tveimur. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna. Þær voru kyrrsettar á meðan gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun þeirra.
Boeing Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12