John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 14:07 John McAfee hefur átt skrautlega ævi. Hann var handtekinn á Spáni í október. Getty/Cyrus McCrimmon Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48