„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 21:00 Hulda Hjálmarsdóttir. Vísir/Arnar Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira