Loftslagsaðgerðir strax - í þágu allra Anna Kristín Jensdóttir skrifar 4. mars 2021 14:00 Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun