Jafnréttismálin aldrei mikilvægari á vinnumarkaðinum Sigmundur Halldórsson skrifar 5. mars 2021 09:01 Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Sjá meira
Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun