Nýju fötin keisarans Rúnar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 08:00 Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar