Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 15:28 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir. Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir.
Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29
Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33
Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53