Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. febrúar 2021 20:05 Anna Sigríður Vernharðsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. STÖÐ2 Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent