Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. febrúar 2021 12:08 Það hefur rignt á suðvesturhorninu það sem af er degi. Upptök skjálftans upp úr hádegi í dag voru um 1,8 kílómetra norðaustan af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira