Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 14:03 Píratar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir flettu í Bændablaðinu og komust að því að Ásmundur Friðriksson er á alveg sömu línu og því að vilja opna fyrir hampinn til Íslands. samsett Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun. Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn. Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn.
Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira