Fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa: „Byrjaði að titra og náði ekki andanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2021 20:16 Geir Guðmundsson í leik gegn FH fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira
Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29