Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:37 Maðurinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi. Athugasemdir hafa verið gerðar á hendur fleiri læknum hjá HSS. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.
Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31