Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 16:10 Skíðafólk virtist sýna því skilning að lokað var í Bláfjöllum eftir hádegið í dag. Vísir/Vilhelm Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað. „Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun. Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun.
Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25
Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14
Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52