Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Sylvía Hall skrifar 20. febrúar 2021 22:12 Guðmundur Felix er jákvæður og hefur endurhæfingu um mánaðamót. Hann fékk að fara út í fyrsta sinn í dag frá aðgerð. Skjáskot Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. „Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Eins og þið sjáið, þá stend ég. Ég verð betri með degi hverjum. Ég er með þennan búnað hér sem hangir á handleggjunum. Það er mjög mikilvægt að ég sé með stuðning sem ýtir olnbogunum að öxlunum, því ég hef enga hreyfingu eða tilfinningu í handleggjunum og þess vegna eru þeir mjög þungir. Þeir mega ekki hanga því þeir hanga í raun bara á saumunum,“ segir Guðmundur Felix í myndbandinu. Hann hefur, ásamt læknum sínum, prófað ýmsan búnað til þess að styðja við handleggina og telur hann líklegt að hann haldi sig við þann sem hann er núna með eða einhverja útfærslu af honum. Hann sé bæði léttur og þægilegur og taki ekki mikið pláss. „Smá eins og Frankenstein“ Litamismunur er á öðrum handlegg Guðmundar og segir hann mega rekja það til blæðingar undir húðinni. Hinn handleggurinn er „smá eins og Frankenstein“ eins og Guðmundur orðar það sjálfur, en það muni skána með tímanum. „Svo er möguleiki á að fá lýtalækni sem lætur þetta hverfa.“ Guðmundur er því að læra á nýju handleggina jafnóðum, en eitt af því sem hann hefur tekið eftir er að húðin er að breytast. Hún sé afar þurr, en það sé eitthvað sem gerist alltaf. „Húðin breytist bara, sem er kannski allt í lagi því ég veit ekki hvert hann hefur sett hendurnar sínar. Undir þessu er mjög mjúk, ný húð sem er að koma. Ég verð bara að setja krem og skrúbba þetta aðeins,“ segir Guðmundur, en hann ætlar þó að láta móður sína sjá um neglurnar enda sé hún best í því. Stefnt á endurhæfingu um mánaðamót Stefnt var að því að Guðmundur færi í endurhæfingu á mánudaginn en því var seinkað. „Aðallega vegna þess að ég er með eitthvað í lærinu til að ná blóði. Það er slæm staðsetning og þeir vilja færa þetta en það er ekki hægt fyrr en á fimmtudag og það er gert hér.“ Útlit er fyrir að hann hefji endurhæfingu 1. mars næstkomandi, en hann lítur björtum augum á framhaldið og fagnar litlu sigrunum. „Ég fór út í fyrsta sinn í dag, það var frábært. Vorið er að koma hér, það eru fimmtán gráður og sól. Fullkomin tímasetning til þess að hefja nýtt líf og endurhæfingu. Ég get labbað og gert svona,“ segir Felix og veifar. „Sársaukinn er næstum því alveg farinn. Ég tek mjög lítið af verkjatöflum núna. Stundum verð ég smá þreyttur í öxlunum en annars er ekkert að.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14 Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar. 5. febrúar 2021 11:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. 3. febrúar 2021 12:14
Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir. 1. febrúar 2021 17:19