Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 21:01 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og formaður starfshóps menntamálaráðherra um RÚV segir mikilvægt að bregðast við ójafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira