Farbann meints barnaníðings staðfest Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 15:42 Rannsókn málsins er hraðað sem kostur er. vísir/vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira