Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Rush Limbaugh við orðuafhendingu í fyrra þar sem hann fékk frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Getty/Jonathan Newton Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira