Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:13 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/Vilhelm Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“ Lögreglan Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“
Lögreglan Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira