Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2021 20:14 Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins óttast uppgang skipulagðra erlendra glæpahópa á Íslandi og telur lögregluna ekki í stakk búna til að bregðast við vexti þeirra. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag.
Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40