Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:15 Forsætisráðherra sagðist áfram myndu fylgja ráðum sóttvarnalæknis hvað varðar aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira