Buðu þeim hjálp sem óttast að koma út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2021 16:31 Magdalena Eriksson og Pernille Harder fagna marki með Sam Kerr í leik með Chelsea sem er á toppnum í Englandi eftir komu Harder í fyrra. Getty/Catherine Ivill Danska knattspyrnustjarnan Pernille Harder og kærasta hennar, sænska landsliðskonan Magdalena Eriksson, nýttu Valentínusardaginn í að bjóða fram stuðning til þeirra sem eiga erfitt með að opinbera kynhneigð sína. „Ég er svo heppin að eiga fjölskyldu sem var ekkert annað en ánægð fyrir mína hönd þegar ég kom út fyrir sjö árum. Ég veit að margt fólk á erfitt með að segja vinum sínum og fjölskyldu að það sé samkynhneigt, og það hlýtur að vera versta tilfinning sem ég get ímyndað mér,“ skrifaði Harder á samfélagsmiðla. To come out should feel natural to anybody and likewise be accepted by everyone. For the next hours, @MagdaEricsson and I will open our dm's for anyone who struggles to come out, want to know about our experiences or just look for a good advice on Valentine's day.— Pernille Harder (@PernilleMHarder) February 14, 2021 Þær Eriksson settu svo báðar inn færslur þar sem þær buðu fylgjendum sínum að senda sér einkaskilaboð til að fá ráðleggingar eða tala um erfiðleika sína við að koma út úr skápnum. Eriksson skrifaði á Twitter í gærkvöld: „Takk þið öll fyrir að deila ykkar sögum með okkur. Við erum hrærðar yfir viðbrögðunum og vonandi náðum við að hjálpa einhverjum. Afsakið að við skyldum ekki ná að svara öllum í kvöld en við höldum áfram á morgun. Góða nótt og gleðilegan Valentínusardag.“ Thanks for sharing your stories with us. We ve been overwhelmed by the responses and hopefully we ve managed to help some people along the way. Sorry we couldn t get back to everyone tonight but we ll pick it up again tomorrow. Good night and happy Valentines https://t.co/VLKtUiwI76— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) February 15, 2021 Harder, sem var valin knattspyrnukona Evrópu í fyrra, gerðist liðsfélagi Eriksson hjá Chelsea í Englandi á síðasta ári, eftir að hafa leikið í fjögur ár með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg. Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, fimm stigum á undan Manchester City sem á leik til góða. Fótbolti Hinsegin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Ég er svo heppin að eiga fjölskyldu sem var ekkert annað en ánægð fyrir mína hönd þegar ég kom út fyrir sjö árum. Ég veit að margt fólk á erfitt með að segja vinum sínum og fjölskyldu að það sé samkynhneigt, og það hlýtur að vera versta tilfinning sem ég get ímyndað mér,“ skrifaði Harder á samfélagsmiðla. To come out should feel natural to anybody and likewise be accepted by everyone. For the next hours, @MagdaEricsson and I will open our dm's for anyone who struggles to come out, want to know about our experiences or just look for a good advice on Valentine's day.— Pernille Harder (@PernilleMHarder) February 14, 2021 Þær Eriksson settu svo báðar inn færslur þar sem þær buðu fylgjendum sínum að senda sér einkaskilaboð til að fá ráðleggingar eða tala um erfiðleika sína við að koma út úr skápnum. Eriksson skrifaði á Twitter í gærkvöld: „Takk þið öll fyrir að deila ykkar sögum með okkur. Við erum hrærðar yfir viðbrögðunum og vonandi náðum við að hjálpa einhverjum. Afsakið að við skyldum ekki ná að svara öllum í kvöld en við höldum áfram á morgun. Góða nótt og gleðilegan Valentínusardag.“ Thanks for sharing your stories with us. We ve been overwhelmed by the responses and hopefully we ve managed to help some people along the way. Sorry we couldn t get back to everyone tonight but we ll pick it up again tomorrow. Good night and happy Valentines https://t.co/VLKtUiwI76— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) February 15, 2021 Harder, sem var valin knattspyrnukona Evrópu í fyrra, gerðist liðsfélagi Eriksson hjá Chelsea í Englandi á síðasta ári, eftir að hafa leikið í fjögur ár með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg. Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, fimm stigum á undan Manchester City sem á leik til góða.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira