Umhverfismál í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum Svavar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun