Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:39 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent